Herra Njarðvík og Herra Keflavík urðu Íslandsmeistarar saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason hafa unnið marga titla, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Samsett/Vísir Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson. Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Körfuboltamennirnir Teitur Örlygsson og Guðjón Skúlason urðu samtals sextán sinnum Íslandsmeistarar í meistaraflokki en þökk sé upprifjun þjálfarans Friðriks Inga Rúnarssonar, þá er nú komið fram í dagsljósið að þessi miklu erkifjendur náðu að gera það saman sem kannski ekki alltof margir vissu af. Þeir eru í huga margra Herra Njarðvík og Herra Keflavík, fulltrúar erkifjendanna úr Reykjanesbæ sem hafa barist um ófáa Íslandsmeistaratitlana í körfuboltanum í gegnum tíðina. Teitur varð tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu og Guðjón Skúlason varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflavík. Teitur Örlygsson er stighæstur Njarðvíkinga í sögu úrvalsdeildarinnar með 6597 stig og Guðjón Skúlason stigahæsti Keflvíkingurinn í úrvalsdeild með 6133 stig. Það var því skemmtileg uppgötvun að Herra Njarðvík og Herra Keflavík hafi orðið Íslandsmeistarar saman þótt að það hafi verið löngu áður en þeir urðu fullvaxnir körfuboltamenn. ÞjálfarinnFriðrik Ingi Rúnarsson hefur verið duglegur að nota samkomubannið í að rifja upp gamlar stundir á samfélagsmiðlum sínum og á dögunum setti hann mynd af Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í minnibolta karla vorið 1978. Þetta var stórmerkilegt lið því meðal þessara tíu og ellefu ára stráka voru margrar stjörnur framtíðarinnar og ekki bara í körfuboltanum. Í þessu meistaraliði Njarðvíkinga í minnibolta ellefu ára og yngri 1977-78 var meðal annars einnig sundmaðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins 1986. Það sem greip augu flestra var hins vegar að sjá ellefu ára Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason saman á sömu meistaramynd. Menn voru vanir því að sjá annan þeirra fagna en hinn fara fúlan heim. Teitur Örlygsson stóðst ekki freistinguna og tjáði sig aðeins um það sem margir urðu hissa á. Að sjá Guðjón Skúlason í Njarðvíkurbúningi á Íslandsmeistaramynd. „Það voru mistök að selja Gaua til Kef. Rættist vel úr honum,“ skrifaði Teitur og það er óhætt að taka undir þau orð. „Flottur hópur,“ skrifaði síðan Guðjón Skúlason. Það þarf ekki að kom á óvart að lið með Teit Örlygsson og Guðjón Skúlason hafi verið illviðráðanlegt enda unnu þeir úrslitaleikinn á móti ÍR 66-15. Friðrik Ingi Rúnarsson sjálfur var þarna leikmaður en hann átti eftir að vinna titla sem þjálfari þeirra beggja. Friðrik Ingi var aðeins 22 ára gamall þegar hann gerði Teit Örlygsson, Gunnar Örlygsson og Kristinn Einarsson, allt liðsfélaga hans úr þessu 1978 liði, að Íslandsmeisturum með meistaraflokki Njarðvíkur. Guðjón Skúlason og Friðrik Ingi Rúnarsson unnu svo titil saman árið 1995 þegar Guðjón lék með Grindavík og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfaði liðið sem vann Njarðvík 105-93 í bikarúrslitaleiknum. Guðjón Skúlason skoraði 26 stig í úrslitaleiknum en í tapliði Njarðvíkur voru gömlu liðsfélagar þeirra Teitur Örlygsson og Kristinn Einarsson.
Dominos-deild karla Körfubolti Reykjanesbær UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn