Tómatar í stað erlendra ferðamanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2020 22:00 Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30