Tilvalið að ráðast í úrbætur nú þegar ferðamenn eru færri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 10:57 Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins. Vísir/Egill Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00