Ítölsku liðin byrja að æfa í vikunni Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 09:45 Birkir Bjarnason í leik með Brescia. vísir/getty Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00