„Stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há“ Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:00 Börkur Edvardsson er formaður knattspyrnudeildar Vals. MYND/STÖÐ 2 Knattspyrnufélagið Valur hefur lækkað laun leikmanna í öllum greinum félagsins vegna ástandsins sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft. Launakostnaður Vals er sá langhæsti hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík var heildarlaunakostnaður Vals árið 2018 yfir 350 milljónir króna. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals benti á það í Sportpakkanum á Stöð 2 að hafa bæri í huga hve miklu afreksstarfi Valsmenn haldi úti: „Við erum með sex meistaraflokka; tvo í körfu, tvo í handbolta og tvo í fótbolta, og allt eru þetta afreksflokkar í efstu deild. Við erum með fullt af starfsmönnum í húsinu líka, þjálfara og fleiri, svo að þetta er stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há,“ sagði Börkur við Guðjón Guðmundsson. Eins og fyrr segir hafa leikmenn í öllum greinum tekið á sig launaskerðingu vegna ástandsins. „Við erum að horfa á algjört tekjufall hjá félaginu, og hjá öllum íþróttafélögum um allan heim. Við erum að bregðast við og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel. Vonandi nær félagið að koma heilt út úr þessum hremmingum. Þetta mun eflaust hafa töluverð áhrif, bæði íþróttalega og fjárhagslega séð. Við getum ekki klárað mótin í körfubolta og handbolta, og vitum ekki hvenær fótboltinn fer af stað á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Fjárhagslega hafa félögin svo úr miklu minna að moða á næstu misserum og þar af leiðandi vilja menn ganga hægt um gleðinnar dyr og ná betra jafnvægi í rekstur sinn en verið hefur,“ sagði Börkur. Vonar að fyrirtækin sýni samfélagslega ábyrgð Telur Börkur ekki að fyrirtækin í landinu muni halda að sér höndum þegar kemur að því að styðja við íþróttalífið? „Ég vona ekki. Þetta er partur af samfélagslegri ábyrgð, að styðja við íþróttir og menningu og listir. Það er undirstaða þess að það sé byggilegt í þessu samfélagi, þannig að ég vona nú að fyrirtækin reyni nú að halda út þeim styrkjum og samstarfssamningum sem nú þegar eru í gildi og geri vonandi nýja líka,“ sagði Börkur, sem líkt og fleiri vonast til þess að stjórnvöld geti hjálpað íþróttafélögum í gegnum erfiðasta kaflann: „Já, það væri náttúrulega voðalega gott ef þau myndu stíga inn á þessum tíma. Þau styðja við íþróttir á ýmsan máta en núna þurfum við náttúrulega að fá hjálp í launagreiðslum og rekstrarkostnaði því það er nánast búið að setja öll félög í sóttkví. Það er búið að loka fyrir alla starfsemi og það eru þar af leiðandi engar tekjur, og þá er nokkuð hart að þurfa að standa skil á rekstrargjöldum og launum.“ Klippa: Sportpakkinn - Börkur hjá Val um stöðu félagsins Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00 Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00 Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Knattspyrnufélagið Valur hefur lækkað laun leikmanna í öllum greinum félagsins vegna ástandsins sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft. Launakostnaður Vals er sá langhæsti hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík var heildarlaunakostnaður Vals árið 2018 yfir 350 milljónir króna. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals benti á það í Sportpakkanum á Stöð 2 að hafa bæri í huga hve miklu afreksstarfi Valsmenn haldi úti: „Við erum með sex meistaraflokka; tvo í körfu, tvo í handbolta og tvo í fótbolta, og allt eru þetta afreksflokkar í efstu deild. Við erum með fullt af starfsmönnum í húsinu líka, þjálfara og fleiri, svo að þetta er stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há,“ sagði Börkur við Guðjón Guðmundsson. Eins og fyrr segir hafa leikmenn í öllum greinum tekið á sig launaskerðingu vegna ástandsins. „Við erum að horfa á algjört tekjufall hjá félaginu, og hjá öllum íþróttafélögum um allan heim. Við erum að bregðast við og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel. Vonandi nær félagið að koma heilt út úr þessum hremmingum. Þetta mun eflaust hafa töluverð áhrif, bæði íþróttalega og fjárhagslega séð. Við getum ekki klárað mótin í körfubolta og handbolta, og vitum ekki hvenær fótboltinn fer af stað á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Fjárhagslega hafa félögin svo úr miklu minna að moða á næstu misserum og þar af leiðandi vilja menn ganga hægt um gleðinnar dyr og ná betra jafnvægi í rekstur sinn en verið hefur,“ sagði Börkur. Vonar að fyrirtækin sýni samfélagslega ábyrgð Telur Börkur ekki að fyrirtækin í landinu muni halda að sér höndum þegar kemur að því að styðja við íþróttalífið? „Ég vona ekki. Þetta er partur af samfélagslegri ábyrgð, að styðja við íþróttir og menningu og listir. Það er undirstaða þess að það sé byggilegt í þessu samfélagi, þannig að ég vona nú að fyrirtækin reyni nú að halda út þeim styrkjum og samstarfssamningum sem nú þegar eru í gildi og geri vonandi nýja líka,“ sagði Börkur, sem líkt og fleiri vonast til þess að stjórnvöld geti hjálpað íþróttafélögum í gegnum erfiðasta kaflann: „Já, það væri náttúrulega voðalega gott ef þau myndu stíga inn á þessum tíma. Þau styðja við íþróttir á ýmsan máta en núna þurfum við náttúrulega að fá hjálp í launagreiðslum og rekstrarkostnaði því það er nánast búið að setja öll félög í sóttkví. Það er búið að loka fyrir alla starfsemi og það eru þar af leiðandi engar tekjur, og þá er nokkuð hart að þurfa að standa skil á rekstrargjöldum og launum.“ Klippa: Sportpakkinn - Börkur hjá Val um stöðu félagsins
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00 Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00 Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00
Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00
Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00
Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum