Benedikt fer yfir hlutabréf leikmanna | Hverjir hækkuðu og hverjir lækkuðu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 22:00 Benedikt Guðmundsson með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. Vísir/Vilhlem Engin úrslitakeppni verður í Domino´s deild karla í vetur vegna kórónufaraldursins. Þar sem deildinni er lokið ákvað Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum Domino´s Körfuboltakvölds að setja saman semmtilegan lista á samfélagsmiðlinum Twitter. Hlutabréf í leikmönnum hækka og lækka eftir hvert tímabil sem hefur áhrif á hvernig samning þeir fá tímabilið eftir. Sem álitsgjafi setti ég saman 10 manna lista af leikmönnum sem hafa annað hvort hækkað eða lækkað eftir veturinn. #dominosdeildin #korfubolti— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) April 30, 2020 Danero Thomas Eftir góða frammistöðu með Þór Akureyri og ÍR í 4 + 1 reglunni hækkaði hann í verði og fékk flottan samning í Skagafirðinum. Hins vegar hafa hlutbréfin í Danero lækkað gríðarlega síðustu tvö tímabil og lið geta fengið betri Bosman-leikmann. Kristófer Acox Eftir tvö MVP [Most Valuable Player] tímabil í röð var Kristófer aðeins skugginn á sjálfum sér í vetur vegna bæði meiðsla og veikinda. Það vita samt allir hvað Kristó getur en hann þarf að ná sér 100% góðum til að bréfin í honum hækki upp í topp aftur. Kristófer Acox var langt frá sínu besta í vetur.Vísir/HBG Sigurður Gunnar Þorsteinsson Eftir að hafa slitið krossband í vetur og misst út allt tímabilið er ég ansi hræddur um að „stærri“ liðin með stóru samningana þori ekki að semja við hann fyrir næsta tímabil og taki dýran Bosman-leikmann frekar. Magnús Traustason Eftir að opnað var á EU-leikmenn hafa mínútur og hlutverk Magnúsar hrunið í Keflavík. Viðar Ágústsson Fyrir örfáum árum var Viðar einn mest spennandi ungi leikmaðurinn sem var að koma upp. Hann fann sig ekki í vetur og hefur pínu staðnað. Er hugsaður sem þristur og D-leikmaður en hitti afskaplega illa í vetur. Viðar Ágústsson í leik með Tindastól gegn KR.Vísir/bára Collin Pryor Eftir að hafa strögglað með Stjörnunni átti Pryor flott tímabil með ÍR og sýndi að gæðin eru þarna. Ég myndi segja að bréfin í honum hafi hækkað töluvert. Tómas Þór Hilmarsson Þvílíkur munur á Tómasi Þór á milli tímabila. Eftir erfitt tímabil í fyrra fannst mér hann virkilega flottur í vetur og horfði maður á hlutabréfin í honum hækka. Sigtryggur Arnar Björnsson Hann er auðvitað búinn að sanna sig undanfarin tímabil og einhverjir spyrja sig eflaust núna af hverju bréfin í honum ættu að hækka eftir þetta tímabil. Það er út af því að hann tók risa skref á sínum ferli og sannaði sig með landsliðinu. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í liði Grindavíkur í vetur.vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson Þessi strákur stimplaði sig inn í deildina í vetur og var yngsti íslendingurinn til að skora 10 stig + í vetur. Fékk tækifæri og traust og nýtti það gríðarlega vel. Ástþór Svalason Ég er tilbúinn að veðsetja aleiguna mína og kaupa hlutabréf í þessum unga strák. Í leiksstjórnanda vandræðum Vals í vetur fékk hann stórt hlutverk áður en hann meiddist og skilaði flottri frammistöðu. Fjárfestið í þessum! Íslenski körfuboltinn Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Engin úrslitakeppni verður í Domino´s deild karla í vetur vegna kórónufaraldursins. Þar sem deildinni er lokið ákvað Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum Domino´s Körfuboltakvölds að setja saman semmtilegan lista á samfélagsmiðlinum Twitter. Hlutabréf í leikmönnum hækka og lækka eftir hvert tímabil sem hefur áhrif á hvernig samning þeir fá tímabilið eftir. Sem álitsgjafi setti ég saman 10 manna lista af leikmönnum sem hafa annað hvort hækkað eða lækkað eftir veturinn. #dominosdeildin #korfubolti— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) April 30, 2020 Danero Thomas Eftir góða frammistöðu með Þór Akureyri og ÍR í 4 + 1 reglunni hækkaði hann í verði og fékk flottan samning í Skagafirðinum. Hins vegar hafa hlutbréfin í Danero lækkað gríðarlega síðustu tvö tímabil og lið geta fengið betri Bosman-leikmann. Kristófer Acox Eftir tvö MVP [Most Valuable Player] tímabil í röð var Kristófer aðeins skugginn á sjálfum sér í vetur vegna bæði meiðsla og veikinda. Það vita samt allir hvað Kristó getur en hann þarf að ná sér 100% góðum til að bréfin í honum hækki upp í topp aftur. Kristófer Acox var langt frá sínu besta í vetur.Vísir/HBG Sigurður Gunnar Þorsteinsson Eftir að hafa slitið krossband í vetur og misst út allt tímabilið er ég ansi hræddur um að „stærri“ liðin með stóru samningana þori ekki að semja við hann fyrir næsta tímabil og taki dýran Bosman-leikmann frekar. Magnús Traustason Eftir að opnað var á EU-leikmenn hafa mínútur og hlutverk Magnúsar hrunið í Keflavík. Viðar Ágústsson Fyrir örfáum árum var Viðar einn mest spennandi ungi leikmaðurinn sem var að koma upp. Hann fann sig ekki í vetur og hefur pínu staðnað. Er hugsaður sem þristur og D-leikmaður en hitti afskaplega illa í vetur. Viðar Ágústsson í leik með Tindastól gegn KR.Vísir/bára Collin Pryor Eftir að hafa strögglað með Stjörnunni átti Pryor flott tímabil með ÍR og sýndi að gæðin eru þarna. Ég myndi segja að bréfin í honum hafi hækkað töluvert. Tómas Þór Hilmarsson Þvílíkur munur á Tómasi Þór á milli tímabila. Eftir erfitt tímabil í fyrra fannst mér hann virkilega flottur í vetur og horfði maður á hlutabréfin í honum hækka. Sigtryggur Arnar Björnsson Hann er auðvitað búinn að sanna sig undanfarin tímabil og einhverjir spyrja sig eflaust núna af hverju bréfin í honum ættu að hækka eftir þetta tímabil. Það er út af því að hann tók risa skref á sínum ferli og sannaði sig með landsliðinu. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í liði Grindavíkur í vetur.vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson Þessi strákur stimplaði sig inn í deildina í vetur og var yngsti íslendingurinn til að skora 10 stig + í vetur. Fékk tækifæri og traust og nýtti það gríðarlega vel. Ástþór Svalason Ég er tilbúinn að veðsetja aleiguna mína og kaupa hlutabréf í þessum unga strák. Í leiksstjórnanda vandræðum Vals í vetur fékk hann stórt hlutverk áður en hann meiddist og skilaði flottri frammistöðu. Fjárfestið í þessum!
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar. Lið þeirra voru nær alveg eins. 2. maí 2020 20:30