Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 19:59 Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí. Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí.
Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira