Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 20:30 Draumalið Benedikts Guðmundssonar. Körfuboltakvöld/Skjáskot Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira