Stefnir á að spila hér heima í sumar og hefur ekki gefið landsliðið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 16:30 Anna Björk stefnir á að vinna sæti sitt til baka í íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira