Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent