Veður

Svalt veður og úr­koma í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Úrkomu er spáð suðaustan- og austanlands í dag.
Úrkomu er spáð suðaustan- og austanlands í dag. Vísir/Jóhann K.

Hægri en breytilegri átt er spáð yfir landinu í dag og fremur svölu veðri. Hvassara gæti verið austanlands, dálítil él en skúrir eða slydda suðaustanlands fram eftir degi gangi spár eftir.

Létta á smám saman til vestanlands og svo austanlands seinna í dag. Snýst í hægt vaxandi suðvestanátt á morgun og þykknar upp og hlýnar fyrir norðan og austan. Þá verður suðvestanstrekkingur eða allhvass vindur á mánudag og rigning með köflum en milt veður á öllu landinu gangi spár eftir.

Þá ætti að hlýna þegar líður á vikuna og spáir allt að 13 stigum á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×