Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 15:05 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. Vísir/Getty Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira