Bubbi í beinni á Vísi í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 1. maí 2020 15:00 Bubbi Morthens hefur ekki látið sitt eftir liggja í samkomubanninu. Vísir/Vilhelm Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á skemmtidagskrá í samkomubanni. Frá því um miðjan mars hefur Bubbi Morthens haldið kórónutónleika á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem hefur verið streymt hér á Vísi. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli, þjóðin hefur greinilega lagt við hlustir því tugir þúsunda hafa horft á. Í kvöld er komið að lokatónleikum Bubba í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast klukkan 20.30. Bubbi mætir aftur á sviðið í Borgarleikhúsinu og verður hægt að horfa á hann hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone, rás 8 á myndlyklum Símans og í Stöð 2 appinu. Bubbi fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí. Þar á meðal eru lög úr söngleiknum Níu líf sem margir bíða spenntir eftir að fari loksins í sýningar í haust. Hægt er að sjá síðustu tónleika Bubba í spilaranum hér fyrir neðan og einnig lagið Sjö dagar, sem Bubbi frumflutti á dögunum en það kallast á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. Klippa: Bubbi Morthens - Sjö dagar Klippa: Bubbi Morthens - Tónleikar 4 í samkomubanni Framundan í Borgó í beinni Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina. Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið. Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Borgarleikhúsið í beinni Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30 Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00 Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á skemmtidagskrá í samkomubanni. Frá því um miðjan mars hefur Bubbi Morthens haldið kórónutónleika á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem hefur verið streymt hér á Vísi. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli, þjóðin hefur greinilega lagt við hlustir því tugir þúsunda hafa horft á. Í kvöld er komið að lokatónleikum Bubba í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast klukkan 20.30. Bubbi mætir aftur á sviðið í Borgarleikhúsinu og verður hægt að horfa á hann hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone, rás 8 á myndlyklum Símans og í Stöð 2 appinu. Bubbi fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí. Þar á meðal eru lög úr söngleiknum Níu líf sem margir bíða spenntir eftir að fari loksins í sýningar í haust. Hægt er að sjá síðustu tónleika Bubba í spilaranum hér fyrir neðan og einnig lagið Sjö dagar, sem Bubbi frumflutti á dögunum en það kallast á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. Klippa: Bubbi Morthens - Sjö dagar Klippa: Bubbi Morthens - Tónleikar 4 í samkomubanni Framundan í Borgó í beinni Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina. Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið. Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Borgarleikhúsið í beinni Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30 Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00 Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30
Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00
Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30