Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. apríl 2020 21:42 Hækkun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna nú um mánaðamótin er afturvirk um fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“ Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“
Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00