Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 23:30 Vinnumálastofnun hafa aldrei áður borist svo margar tilkynningar um hópuppsagnir og í dag og í gær. Vísir/Hanna Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. Yfir 90% þessara hópuppsagna ná til starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um hádegið í gær höfðu 265 misst vinnuna í átta hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar. Síðdegis í gær voru þær orðnar fimmtán og náðu til hátt í átta hundruð starfsmanna. Aldrei höfðu hópuppsagnir verið jafn margar á einum degi. Í hádeginu í dag voru hópuppsagnir orðnar 32 og náðu til 3.500 einstaklinga, þar af ríflega tvö þúsund frá Icelandair. Enn hefur þeim fjölgað síðan þá. „Það hafa 51 fyrirtæki hafa tilkynnt hópuppsagnir og það eru 4200 rúmlega einstaklingar sem þá hafa misst vinnuna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta er nánast allt í ferðaþjónustu, langt yfir 90%,“ segir Unnur. Íslandshótel segja upp 246 Íslandshótel eru meðal þeirra fyrirtækja sem gripið hafa til hópuppsagna. „Við erum í alveg sömu sporum og aðrir í þessu, við höfum þurft að loka 10 hótelum af 17 þannig að við þurftum því miður að ganga í uppsagnir núna um mánaðamótin bara út af þessum lokunum og þessu tekjuhruni,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Halldórsson Langflest önnur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu hafa einnig gripið til sambærilegra aðgerða. „Þetta voru 246 sem að við sögðum upp núna af tæplega 600 manns sem eru í vinnu hjá okkur. Við erum ennþá að halda í rúmlega 300 manns,“ segir Davíð. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi kynnt fyrr í vikunni hafi skipt sköpum. „Það hefði verið mjög erfitt að moka sig út úr þessum uppsagnagreiðslum án þess að fá þessa ríkisaðstoð.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira