Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. apríl 2020 19:33 Frá fundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan. Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu. Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu.
Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira