4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:20 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira