Var hræddur um að missa af fæðingu dótturinnar vegna COVID-19 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari er á fullu í framkvæmdum á meðan samkomubanninu stendur. Vísir/Vilhelm Síðustu vikur hafa verið furðulegar fyrir Baldur Rafn Gylfason eins og svo marga aðra vegna kórónuveirunnar. Baldur Rafn er hárgreiðslumeistari og er einnig eigandi og framkvæmdastjóri heildsölunnar bpro. Fagið sem Baldur Rafn starfar við hefur verið í dvala síðustu vikur og eiginkona hans, Sigrún Bender, var flugstjóri hjá Icelandair og ein af þeim sem missti vinnuna í vikunni. Óvissan hefur því verið mikil síðustu misseri en Baldur Rafn segir mikilvægt að reyna að halda í jákvæðnina. „Elsta barnið var með Covid á meðan við biðum eftir okkar nýjast fjölskyldumeðlim, prinsessunni,“ segir Baldur Rafn en 18 ára sonur hans er einn þeirra Íslendinga sem smitaðist. . „Ég held að hann hafi verið innilokaður í fjórar vikur. Hann var innilokaður með kærustunni sinni, sem hlýtur að reyna svolítið á þegar maður er 18 ára. Hann varð svolítið lasinn og missti allt bragðskin og lyktarskin svolítið lengi.“ Hann er búinn að ná sér í dag og líður vel. Um tíma leit út fyrir að Baldur Rafn gæti hugsanlega ekki fengið að vera með í fæðingu dóttur sinnar en sem betur fer fór það ekki svo og Baldur Rafn fékk að vera viðstaddur þegar hún kom í heiminn. „Nánast á sama tíma er verið að setja takmarkanirnar á. En þar sem Sigrún var nú ekki að gera þetta í fyrsta skipti þá var hún komin svolítið vel á veg þegar við komum niður eftir. Allt gekk fljótt og örugglega og vel. Þetta var nú svolítið taugastríð svo maður finnur svolítið til með fólki sem er að eignast börn núna og hvað þá sitt fyrsta. Það er svolítið skrítið ef makinn má bara passlega lítið vera með og í takmarkaðan tíma. Því við erum ansi góður stuðningur á meðan á þessu stendur þó að við kannski gerum ekki mikið annað.“ Hann fékk að vera viðstaddur allan tímann þar sem fæðingin var komin svo langt þegar þau komu á Landspítalann. Þau fóru svo heim nokkrum klukkustundum síðar með dóttur sína. „Við vorum bara „in and out,“ segir Baldur Rafn og hlær. Þakklát fyrir allt „Litla stúlkan sem við fengum loksins, ég á þrjá gutta og svo á ég hund sem er strákur. Ég ætlaði að fá stelpu þegar við fengum okkur hund en það komu bara strákar, þannig að við vorum bara sett fyrir stráka.“ Baldur Rafn viðurkennir að það hafi komið á óvart að vita að það væri stelpa á leiðinni. Bæði móður og barni heilsast mjög vel. „Þetta gengur mjög vel og er alveg magnað. Nú erum við bara að bíða spennt eftir því að fá að fara almennilega út að labba og njóta íslenska sumarsins með vagn í hendi.“ „Þessar vikur hafa verið ansi skrítnar þó og við erum mjög heppin og þakklát fyrir allt, enda er það þannig að margir hafa haft það raunverulega slæmt, en það er ekki hægt að segja annað en þetta var örlítið öfugsnúið allt.“ Baldur Rafn er mjög ánægður með hvernig Ísland stendur í samanburði við önnur lönd í þessum faraldri. „Ég var á stórum símafundi við allan heiminn, vini mína úti um allan heim sem eru með merki sem ég er með. Við erum bara í mjög góðum málum miðað við flesta af þeim. Það var ótrúlega magnað og klikkað að heyra hljóðið í þeim, hvað þetta er alvarlegt og stutt komið á sumum stöðum. Þannig að við erum bara með þetta, Íslendingar “ Gerð fyrir snertingar og knús Baldur Rafn er á fullu þessa dagana við smíðavinnu í nýju húsnæði fyrirtækisins í samkomubanninu. „Við höfum bara haft nóg fyrir stafni að halda öllu gangandi eins og best er á kosið og auðvitað það merkilegasta sem til er, að eignast nýtt barn í heiminn þar sem mín kona átti reyndar stærsta heiðurinn og stóð sig eins og hetja.“ „Það er mikið framundan hjá okkur í bpro ánæstunni, allt að fara á fullt og jákvæðnin og sumarið að detta inn. Þetta ástand hefur haft ýmis áhrif á innflutning. Nú virðist eins og flest lönd sem við verslum við séu að opnast eins og til dæmis Ítalía en þaðan fáum við okkar fallega merki Davines, við erum sérstaklega spennt fyrir sendingu sem við erum að fá frá þeim núna því í henni eru hátt í 1000 handgel spritt sem við ætlum að gefa til góðs málefnis og til okkar frábæru viðskiptavina. Það er alltaf frábært að geta gefið eitthvað til baka. Með hreint hjarta og jákvæðni að vopni eru flestir vegir færir.“ Hann telur að faraldurinn muni hafa varanlega breytingu á hugarfar fólks. „Ég er alveg viss um að við eigum eftir að vanda okkur í ýmsum hlutum og læra af þessu alveg eins og gerðist í síðasta hruni. Við skulum samt vona að við getum tekið vel utan um hvort annað og knúsast eftir þetta því ég held að við séum gerð fyrir snertingar sem gerir okkur glaðari.“ Ekki með eins sterka rödd Sjálfur hefur hann nú þegar tekið eftir þónokkrum breytingum hjá sér. „Hvort það sé með svona atburðum eða bara aldrinum jafnvel, þá er ég að læra að meta lífið líklega betur, fjölskylduna og allt það góða fólk sem maður á að og umgengst, bæði í einkalífi og vinnunni. Hann segir að hárgreiðslustéttin sé spennt að mæta aftur til starfa í næstu viku. Aðspurður um líðan fólks í þessum bransa svarar hann að það sé ekki til neitt eitt svar við því. „En þetta var mikið sjokk í byrjun og fór svo örugglega í einhverskonar sorgarferli á meðan verið var að átta sig á þessu. Þetta er auðvitað risa hópur í hár og snyrtigeiranum og mörg form á því hvernig fyrirtæki og einstaklingar reka sig og sitt. Hef heyrt að margir hafi ekki fengið lausnir á sínum málum af ýmsum ástæðum. Held að það gleymist oft í talinu um öll stóru fyrirtækin í fréttunum um björgunarpakka og annað að til dæmis í þessum bransa eru þetta ansi margir sem hafa haft erfitt en hugsanlega ekki eins sterka rödd og þeir stóru. Ég hef hitt ansi marga undanfarið og tveir aðilar töluðu um að hafa bara grátið og grátið og í raun ekki alveg vitað hvað væri í gangi með sig. Ég skil þetta vel, ég man allavega ekki eftir því að hafa verið svona meir áður, var líka að eignast barn, gæti verið það líka,“ segir Baldur og hlær. „Hugsanlega væri bara gott fyrir okkur öll að fá beina útsendingu í sjónvarpinu af áfallahjálp, gæti verið.“ Nöldur og neikvæð orka hjálpar ekki Baldur Rafn skrifaði því pistil á Facebook og hvatti fólk til þess að velja sér jákvætt umræðuefni þegar það sest í stólinn hjá hárgreiðslufólki eða öðru fagfólki að loknu samkomubanni. „Það er nú bara þannig að þeir sem vinna í fagi svona náið viðskiptavininum gefa mikið af sér enda eru lang flestir sem velja sér svona iðn bara þannig gerðir. Það mun auðvitað taka aðeins á allt það sem búið er að ganga á og allar þessar reglur um fjarlægð, þvott, spritt og fleira að það mun bara gefa fagmanninum meiri kraft og öllum jákvæðari upplifun að finna gefandi og skemmtileg umræðuefni. Ég held að við vitum það að neikvæð orka, nöldur, slúður og afskiptasemi út í aðra sé bara ekkert spennandi og gerir ekkert fyrir okkur. Ég held að við eigum öll að einbeita okkur að því að virða hvert annað að fullu og hafa umburðarlyndi og jákvæðni að leiðarljósi. Ég er allavega alveg til í að skipta út neikvæðninni fyrir jákvætt og uppbyggjandi í fólkinu sem ég umgengst.“ Baldur Rafn ítrekar að það sé hægt að ræða um svo margt annað en COVID-19. „Það er hellingur sem hægt er að ræða. Til dæmis tala um fyrstu skrítnu klippinguna þína, fyrsta skiptið sem þú komst á stofuna og hvað það er langt síðan, ferðalag sem þú fórst í og hvað þú ætlar að gera í sumar innanlands eða hvert erlendis á að fara næst þegar það verður, hvenær sem það verður. Ég held að það sé líka gott að ræða allt það jákvæða sem hefur átt sér stað í öllu þessu og hrósa þeim sem okkur langar til. Jú, við erum oft sögð sálfræðingar okkar viðskiptavina, höldum því alveg áfram en á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Það gæti verið gaman fyrir alla.“ Baldur Rafn hvetur Íslendinga til þess að velja jákvæð umræðuefni þegar þeir fara í klippingu, litun eða aðra tíma hjá fagfólki.Vísir/Vilhelm Tilvalið að sýna stuðning Hann hvetur líka þá sem geta til að styðja við sínar stofur og sitt fagfólk á þessum erfiða tíma í faginu. „Þó við vitum að það verður bilað að gera á næstu vikum og mikil pressa að koma sem flestum að þá er mikið öryggi fyrir stofur að viðskiptavinirnir bóki tíma aftur strax, ég myndi meira að segja reyna að bóka bara fram að jólum því það riðlast allt aðeins við þetta allt, þá ertu bara komin með þetta 100 prósent út árið. Það er líka gríðarlega mikilvægt að reyna að styrkja stofurnar með vöru sölu og jafnvel ef þú getur bæta aðeins við það sem þú gerir vanalega. Sjampó, næring, blásturs- eða mótunarvara er það sem er oftast verslað en bæði er hægt að fá auka meðferðir á stofunum og líka allskonar annarskonar vörur eins og handáburð, handsápu, maska, kerti eða jafnvel bara nýjan blásara eða krullujárn. Eftir svona munar um allt og ekki leiðinlegt að finna stuðning sem virkilega skilar sér til þíns uppáhalds. Svo væri líka hægt að vera sniðugur og hugsa hver á afmæli á næstunni og gefa gjöf sem nýtist svo sannarlega.“ Að mati Baldurs Rafns er þó margt jákvætt við samkomubannið, til dæmis að fólk hefur gefið sér meiri tíma til þess að dekra aðeins við sig. „Það gæti reyndar bara komið ágætt út úr þessu öllu fyrir húðina og hárið því nú hefur fólk átt að hafa tíma til að stjana aðeins við sig eða hvort við annað svo það gæti verið ansi jákvæður punktur en góð handsápa, handáburðir og raka krem og maskar er gott að huga vel að.“ Mikilvægt að passa hreinlætið áfram Baldur Rafn hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til þess að prófa að gera eitthvað nýtt þegar það sest í stólinn á hárgreiðslustofunni eftir þessa löngu bið. „Þetta er auðvitað hinn fullkomni tími til breytinga eftir þennan langa tíma. Ég sagði oft við mína viðskiptavini, viltu ekki nýta allt sem ég kann og fá það sem þú ert að borga fyrir með því að láta mig hafa aðeins fyrir hlutunum. Það er nú komið sumar og sólin meira að segja aðeins að sína sig og því á bar að henda í gleði með jafnvel smá extra, þarf ekkert að vera mikið endilega. Ég legg til að við sammælumst um að vera dugleg að halda áfram að taka myndir og setja á okkar miðla en ef þú fékkst smá extra að setja #covidmakeover og #nafnið á stofunni og @nafnfagmannsins.“ Hann segir að það sé mikilvægt að fólk hugi áfram að hreinlæti og hjálpi stofunum að vernda viðskiptavini og starfsfólk. „Það er mjög ánægjulegt að sjá samheldnina í bransanum með hversu vel stofur hafa verið að huga að hreinlæti, ég veit mörg dæmi þess að stofur verði með allskonar sótthreinsi og hreinsiefni, klúta, tuskur og plön við hverja vinnu stöð og á þeim stöðum sem teljast snertifletir. Ég held að ef viðskiptavinir fari líka eftir því sem er búið að leggja fyrir okkur og allir passi sig séum við í ágætis málum. Ekki viljum við missa þessa þjónustu aftur, þegar hún getur auðveldlega bjargað geðinu á okkur.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar. 21. apríl 2020 16:56 Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. 14. apríl 2020 19:34 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið furðulegar fyrir Baldur Rafn Gylfason eins og svo marga aðra vegna kórónuveirunnar. Baldur Rafn er hárgreiðslumeistari og er einnig eigandi og framkvæmdastjóri heildsölunnar bpro. Fagið sem Baldur Rafn starfar við hefur verið í dvala síðustu vikur og eiginkona hans, Sigrún Bender, var flugstjóri hjá Icelandair og ein af þeim sem missti vinnuna í vikunni. Óvissan hefur því verið mikil síðustu misseri en Baldur Rafn segir mikilvægt að reyna að halda í jákvæðnina. „Elsta barnið var með Covid á meðan við biðum eftir okkar nýjast fjölskyldumeðlim, prinsessunni,“ segir Baldur Rafn en 18 ára sonur hans er einn þeirra Íslendinga sem smitaðist. . „Ég held að hann hafi verið innilokaður í fjórar vikur. Hann var innilokaður með kærustunni sinni, sem hlýtur að reyna svolítið á þegar maður er 18 ára. Hann varð svolítið lasinn og missti allt bragðskin og lyktarskin svolítið lengi.“ Hann er búinn að ná sér í dag og líður vel. Um tíma leit út fyrir að Baldur Rafn gæti hugsanlega ekki fengið að vera með í fæðingu dóttur sinnar en sem betur fer fór það ekki svo og Baldur Rafn fékk að vera viðstaddur þegar hún kom í heiminn. „Nánast á sama tíma er verið að setja takmarkanirnar á. En þar sem Sigrún var nú ekki að gera þetta í fyrsta skipti þá var hún komin svolítið vel á veg þegar við komum niður eftir. Allt gekk fljótt og örugglega og vel. Þetta var nú svolítið taugastríð svo maður finnur svolítið til með fólki sem er að eignast börn núna og hvað þá sitt fyrsta. Það er svolítið skrítið ef makinn má bara passlega lítið vera með og í takmarkaðan tíma. Því við erum ansi góður stuðningur á meðan á þessu stendur þó að við kannski gerum ekki mikið annað.“ Hann fékk að vera viðstaddur allan tímann þar sem fæðingin var komin svo langt þegar þau komu á Landspítalann. Þau fóru svo heim nokkrum klukkustundum síðar með dóttur sína. „Við vorum bara „in and out,“ segir Baldur Rafn og hlær. Þakklát fyrir allt „Litla stúlkan sem við fengum loksins, ég á þrjá gutta og svo á ég hund sem er strákur. Ég ætlaði að fá stelpu þegar við fengum okkur hund en það komu bara strákar, þannig að við vorum bara sett fyrir stráka.“ Baldur Rafn viðurkennir að það hafi komið á óvart að vita að það væri stelpa á leiðinni. Bæði móður og barni heilsast mjög vel. „Þetta gengur mjög vel og er alveg magnað. Nú erum við bara að bíða spennt eftir því að fá að fara almennilega út að labba og njóta íslenska sumarsins með vagn í hendi.“ „Þessar vikur hafa verið ansi skrítnar þó og við erum mjög heppin og þakklát fyrir allt, enda er það þannig að margir hafa haft það raunverulega slæmt, en það er ekki hægt að segja annað en þetta var örlítið öfugsnúið allt.“ Baldur Rafn er mjög ánægður með hvernig Ísland stendur í samanburði við önnur lönd í þessum faraldri. „Ég var á stórum símafundi við allan heiminn, vini mína úti um allan heim sem eru með merki sem ég er með. Við erum bara í mjög góðum málum miðað við flesta af þeim. Það var ótrúlega magnað og klikkað að heyra hljóðið í þeim, hvað þetta er alvarlegt og stutt komið á sumum stöðum. Þannig að við erum bara með þetta, Íslendingar “ Gerð fyrir snertingar og knús Baldur Rafn er á fullu þessa dagana við smíðavinnu í nýju húsnæði fyrirtækisins í samkomubanninu. „Við höfum bara haft nóg fyrir stafni að halda öllu gangandi eins og best er á kosið og auðvitað það merkilegasta sem til er, að eignast nýtt barn í heiminn þar sem mín kona átti reyndar stærsta heiðurinn og stóð sig eins og hetja.“ „Það er mikið framundan hjá okkur í bpro ánæstunni, allt að fara á fullt og jákvæðnin og sumarið að detta inn. Þetta ástand hefur haft ýmis áhrif á innflutning. Nú virðist eins og flest lönd sem við verslum við séu að opnast eins og til dæmis Ítalía en þaðan fáum við okkar fallega merki Davines, við erum sérstaklega spennt fyrir sendingu sem við erum að fá frá þeim núna því í henni eru hátt í 1000 handgel spritt sem við ætlum að gefa til góðs málefnis og til okkar frábæru viðskiptavina. Það er alltaf frábært að geta gefið eitthvað til baka. Með hreint hjarta og jákvæðni að vopni eru flestir vegir færir.“ Hann telur að faraldurinn muni hafa varanlega breytingu á hugarfar fólks. „Ég er alveg viss um að við eigum eftir að vanda okkur í ýmsum hlutum og læra af þessu alveg eins og gerðist í síðasta hruni. Við skulum samt vona að við getum tekið vel utan um hvort annað og knúsast eftir þetta því ég held að við séum gerð fyrir snertingar sem gerir okkur glaðari.“ Ekki með eins sterka rödd Sjálfur hefur hann nú þegar tekið eftir þónokkrum breytingum hjá sér. „Hvort það sé með svona atburðum eða bara aldrinum jafnvel, þá er ég að læra að meta lífið líklega betur, fjölskylduna og allt það góða fólk sem maður á að og umgengst, bæði í einkalífi og vinnunni. Hann segir að hárgreiðslustéttin sé spennt að mæta aftur til starfa í næstu viku. Aðspurður um líðan fólks í þessum bransa svarar hann að það sé ekki til neitt eitt svar við því. „En þetta var mikið sjokk í byrjun og fór svo örugglega í einhverskonar sorgarferli á meðan verið var að átta sig á þessu. Þetta er auðvitað risa hópur í hár og snyrtigeiranum og mörg form á því hvernig fyrirtæki og einstaklingar reka sig og sitt. Hef heyrt að margir hafi ekki fengið lausnir á sínum málum af ýmsum ástæðum. Held að það gleymist oft í talinu um öll stóru fyrirtækin í fréttunum um björgunarpakka og annað að til dæmis í þessum bransa eru þetta ansi margir sem hafa haft erfitt en hugsanlega ekki eins sterka rödd og þeir stóru. Ég hef hitt ansi marga undanfarið og tveir aðilar töluðu um að hafa bara grátið og grátið og í raun ekki alveg vitað hvað væri í gangi með sig. Ég skil þetta vel, ég man allavega ekki eftir því að hafa verið svona meir áður, var líka að eignast barn, gæti verið það líka,“ segir Baldur og hlær. „Hugsanlega væri bara gott fyrir okkur öll að fá beina útsendingu í sjónvarpinu af áfallahjálp, gæti verið.“ Nöldur og neikvæð orka hjálpar ekki Baldur Rafn skrifaði því pistil á Facebook og hvatti fólk til þess að velja sér jákvætt umræðuefni þegar það sest í stólinn hjá hárgreiðslufólki eða öðru fagfólki að loknu samkomubanni. „Það er nú bara þannig að þeir sem vinna í fagi svona náið viðskiptavininum gefa mikið af sér enda eru lang flestir sem velja sér svona iðn bara þannig gerðir. Það mun auðvitað taka aðeins á allt það sem búið er að ganga á og allar þessar reglur um fjarlægð, þvott, spritt og fleira að það mun bara gefa fagmanninum meiri kraft og öllum jákvæðari upplifun að finna gefandi og skemmtileg umræðuefni. Ég held að við vitum það að neikvæð orka, nöldur, slúður og afskiptasemi út í aðra sé bara ekkert spennandi og gerir ekkert fyrir okkur. Ég held að við eigum öll að einbeita okkur að því að virða hvert annað að fullu og hafa umburðarlyndi og jákvæðni að leiðarljósi. Ég er allavega alveg til í að skipta út neikvæðninni fyrir jákvætt og uppbyggjandi í fólkinu sem ég umgengst.“ Baldur Rafn ítrekar að það sé hægt að ræða um svo margt annað en COVID-19. „Það er hellingur sem hægt er að ræða. Til dæmis tala um fyrstu skrítnu klippinguna þína, fyrsta skiptið sem þú komst á stofuna og hvað það er langt síðan, ferðalag sem þú fórst í og hvað þú ætlar að gera í sumar innanlands eða hvert erlendis á að fara næst þegar það verður, hvenær sem það verður. Ég held að það sé líka gott að ræða allt það jákvæða sem hefur átt sér stað í öllu þessu og hrósa þeim sem okkur langar til. Jú, við erum oft sögð sálfræðingar okkar viðskiptavina, höldum því alveg áfram en á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Það gæti verið gaman fyrir alla.“ Baldur Rafn hvetur Íslendinga til þess að velja jákvæð umræðuefni þegar þeir fara í klippingu, litun eða aðra tíma hjá fagfólki.Vísir/Vilhelm Tilvalið að sýna stuðning Hann hvetur líka þá sem geta til að styðja við sínar stofur og sitt fagfólk á þessum erfiða tíma í faginu. „Þó við vitum að það verður bilað að gera á næstu vikum og mikil pressa að koma sem flestum að þá er mikið öryggi fyrir stofur að viðskiptavinirnir bóki tíma aftur strax, ég myndi meira að segja reyna að bóka bara fram að jólum því það riðlast allt aðeins við þetta allt, þá ertu bara komin með þetta 100 prósent út árið. Það er líka gríðarlega mikilvægt að reyna að styrkja stofurnar með vöru sölu og jafnvel ef þú getur bæta aðeins við það sem þú gerir vanalega. Sjampó, næring, blásturs- eða mótunarvara er það sem er oftast verslað en bæði er hægt að fá auka meðferðir á stofunum og líka allskonar annarskonar vörur eins og handáburð, handsápu, maska, kerti eða jafnvel bara nýjan blásara eða krullujárn. Eftir svona munar um allt og ekki leiðinlegt að finna stuðning sem virkilega skilar sér til þíns uppáhalds. Svo væri líka hægt að vera sniðugur og hugsa hver á afmæli á næstunni og gefa gjöf sem nýtist svo sannarlega.“ Að mati Baldurs Rafns er þó margt jákvætt við samkomubannið, til dæmis að fólk hefur gefið sér meiri tíma til þess að dekra aðeins við sig. „Það gæti reyndar bara komið ágætt út úr þessu öllu fyrir húðina og hárið því nú hefur fólk átt að hafa tíma til að stjana aðeins við sig eða hvort við annað svo það gæti verið ansi jákvæður punktur en góð handsápa, handáburðir og raka krem og maskar er gott að huga vel að.“ Mikilvægt að passa hreinlætið áfram Baldur Rafn hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til þess að prófa að gera eitthvað nýtt þegar það sest í stólinn á hárgreiðslustofunni eftir þessa löngu bið. „Þetta er auðvitað hinn fullkomni tími til breytinga eftir þennan langa tíma. Ég sagði oft við mína viðskiptavini, viltu ekki nýta allt sem ég kann og fá það sem þú ert að borga fyrir með því að láta mig hafa aðeins fyrir hlutunum. Það er nú komið sumar og sólin meira að segja aðeins að sína sig og því á bar að henda í gleði með jafnvel smá extra, þarf ekkert að vera mikið endilega. Ég legg til að við sammælumst um að vera dugleg að halda áfram að taka myndir og setja á okkar miðla en ef þú fékkst smá extra að setja #covidmakeover og #nafnið á stofunni og @nafnfagmannsins.“ Hann segir að það sé mikilvægt að fólk hugi áfram að hreinlæti og hjálpi stofunum að vernda viðskiptavini og starfsfólk. „Það er mjög ánægjulegt að sjá samheldnina í bransanum með hversu vel stofur hafa verið að huga að hreinlæti, ég veit mörg dæmi þess að stofur verði með allskonar sótthreinsi og hreinsiefni, klúta, tuskur og plön við hverja vinnu stöð og á þeim stöðum sem teljast snertifletir. Ég held að ef viðskiptavinir fari líka eftir því sem er búið að leggja fyrir okkur og allir passi sig séum við í ágætis málum. Ekki viljum við missa þessa þjónustu aftur, þegar hún getur auðveldlega bjargað geðinu á okkur.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar. 21. apríl 2020 16:56 Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. 14. apríl 2020 19:34 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar. 21. apríl 2020 16:56
Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. 14. apríl 2020 19:34
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02