Hné Hauks Heiðars skrýtnara en hnéð hjá Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:00 Haukur Heiðar Hauksson í leik með KA á móti FH í Pepsi Max deild karla í fyrra sumar. Haukur Heiðar spilaði 11 af 22 leikjum Akureyrarliðsins. Vísir/Bára Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira