3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. apríl 2020 10:44 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41