Fundu tugi líka í flutningabílum í New York Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 10:21 Úfararstofan hafði leigt flutningabíla og hlaðið líkum í þá. AP/Craig Ruttle Lögreglan í New York fann í gær tugi rotnandi líka í flutningabílum fyrir utan útfararstofu í borginni í gær. Það var eftir að nágrannar hringdu í lögreglu og kvörtuðu undan miklum daun frá bílunum. Nákvæmur fjöldi líka í bílunum liggur ekki fyrir en AP fréttaveitan segir þau hafa verið um 50. Óvíst er hvort fólkið dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur en forsvarsmenn útfararstofa, kirkjugarða, líkbrennsla og líkhúsa hafa átt mjög erfitt vegna fjölda látinna í borginni á undanförnum vikum. Minnst fjórtán þúsund manns hafa dáið í borginni vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og ekki er hægt að grafa og brenna fólk nógu hratt. Málið þykir til marks um þann mikla vanda sem þessi fjöldi látinna hefur valdið, samkvæmt New York Times. Einn heimildarmaður NYT sagði líkin hafa verið flutt út eftir að kælirinn í geymslu útfararstofunnar bilaði. Nágranni sem rætt var við segir að á þriðjudaginn hafi fimm bílar verið fyrir utan útfararstofuna og þeir hafi allir verið fullir af líkum í líkpokum. Þeim hafi verið staflað í bílana. AP fréttaveitan segir að ís hafi verið settur í bílana til að kæla líkin en það hafi ekki dugað til. Útfararstofan var sektuð vegna lyktarinnar en forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst að leigja stóran kælibíl í gær sem notaður var í staðinn. Líkin voru flutt í stærri kælibíl í gær, eftir að lögreglan sektaði útfararstofuna vegna lyktarinnar.AP/Craig Ruttle Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Lögreglan í New York fann í gær tugi rotnandi líka í flutningabílum fyrir utan útfararstofu í borginni í gær. Það var eftir að nágrannar hringdu í lögreglu og kvörtuðu undan miklum daun frá bílunum. Nákvæmur fjöldi líka í bílunum liggur ekki fyrir en AP fréttaveitan segir þau hafa verið um 50. Óvíst er hvort fólkið dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur en forsvarsmenn útfararstofa, kirkjugarða, líkbrennsla og líkhúsa hafa átt mjög erfitt vegna fjölda látinna í borginni á undanförnum vikum. Minnst fjórtán þúsund manns hafa dáið í borginni vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og ekki er hægt að grafa og brenna fólk nógu hratt. Málið þykir til marks um þann mikla vanda sem þessi fjöldi látinna hefur valdið, samkvæmt New York Times. Einn heimildarmaður NYT sagði líkin hafa verið flutt út eftir að kælirinn í geymslu útfararstofunnar bilaði. Nágranni sem rætt var við segir að á þriðjudaginn hafi fimm bílar verið fyrir utan útfararstofuna og þeir hafi allir verið fullir af líkum í líkpokum. Þeim hafi verið staflað í bílana. AP fréttaveitan segir að ís hafi verið settur í bílana til að kæla líkin en það hafi ekki dugað til. Útfararstofan var sektuð vegna lyktarinnar en forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst að leigja stóran kælibíl í gær sem notaður var í staðinn. Líkin voru flutt í stærri kælibíl í gær, eftir að lögreglan sektaði útfararstofuna vegna lyktarinnar.AP/Craig Ruttle
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira