Thom Yorke frumflutti nýklárað lag úr kjallaranum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 10:17 Thom Yorke í kjallaranum heima hjá sér í gær. Mynd/NBC Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020 Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Svo virðist sem að breski söngvarinn Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hafi ekki setið auðum höndum á meðan kórónuveiran gengur yfir heimsbyggðina. Hann frumflutti glænýtt og nýklárað lag í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi. Áður en þátturinn fór í loftið tísti Thom Yorke mynd af blaði þar sem sjá mátti texta lagsins, sem ber nafnið Plasticine Figures, og útsetningu þess. Þar má einnig sjá hvernig búið er að krota yfir sumar línur, aðrar komnar í staðinn auk þess sem að búið er að skrifa hvaða hljóma eigi að spila. Hið angurværa lag hefur aldrei heyrst áður opinberlega en í gær mátti sjá Thom Yorke flytja lagið einn á píanói í kjallaranum heima hjá sér, en hann og aðrir meðlimir Radiohead hafa haft hægt um sig á meðan faraldurinn hefur gengið yfir ef frá er talinn Ed O'Brien, gítarleikari hljómsveitarinnar sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Þó hafa hljómsveitarmeðlimir glatt aðdáendur sína með því að endursýna eldri tónleika á YouTube-síðu hljómsveitarinnar. Klukkan níu í kvöld verða sýndir tónleikar hljómsveitarinnar á Coachella-tónleikahátíðinni frá árinu 2012. .@FallonTonight pic.twitter.com/2MFvIoib67— Thom Yorke (@thomyorke) April 29, 2020
Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira