Þrekþjálfari dómaranna fylgist með púlsmæli þeirra í gegnum netið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:30 Pétgur Guðmundsson var kosinn besti dómari ársins í Pepsi Max deild karla. Hann dæmdi bikarúrslitaleikinn og er hér með aðstoðarmönnum sínum Birki Sigurðarsyni, (Pétur er annar frá vinstri), Ívari Orra Kristjánssyni og Gylfa Má Sigurðssyni. Vísir/Vilhelm Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Bestu dómarar Íslands láta ekki samkomubannið koma í veg fyrir það að þeir haldi sér í þjálfun, bæði líkamlega sem og í fræðunum. Þeir gera allir það sem þeir geta til að halda sér í sem bestu formi og vera tilbúnir í slaginn þegar hægt verður að hefja keppnistímabilið. Fyrsti leikur Pepsi Max deildar karla átti að fara fram 22. apríl næstkomandi en það er ljóst að deildin byrjar ekki þá. Samkomubann er nú út aprílmánuð og liðin gætu því fyrst farið að æfa í maí. Fyrstu leikir verða því ekki fyrr en í seinni hluta maí og það gæti dregist enn frekar batni ekki ástandið í baráttunni við útbreiðslu COVID-19 sjúkdóminn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að landsdómararnir verði tilbúnir þegar mótið hefst og að það sé fylgst vel með þeim fjarþjálfun. Þrátt fyrir samkomubann gera íþróttamenn allt hvað þeir geta til að vera tilbúnir í slaginn þegar keppnistímabilið hefst. Knattspyrnudómarar eru þar engin undantekning. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson landsdómari deildi þessu skemmtilega æfingamyndbandi með okkur. #ÁframÍsland pic.twitter.com/yvfpGoHTen— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 2, 2020 „Landsdómarahópur KSÍ hefur t.a.m. æft vel í fjarþjálfun í samkomubanninu, hver í sínu lagi undir fjarstjórn Fannars Karvels þrekþjálfara og hópurinn er vel innstilltur inn á það að vera klár þegar boltinn fer að rúlla aftur. Allir dómararnir eru með púlsklukkur sem þrekþjálfari hefur aðgang að og getur séð hvernig hver og einn er að æfa,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Hópurinn heldur líka góðu sambandi í gegnum netið og í síðustu viku tók hópurinn próf í knattspyrnulögunum og í þessari viku var fjarfundur á netinu þar sem farið var yfir valdar klippur úr leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira