Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór var afar hrifinn af körfuboltakappanum Brenton Birmingham rétt eins og fleiri hér á landi. vísir/getty/samsett Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira