Tvöfalt meiri sala á reiðhjólum en á sama tíma í fyrra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 22:08 Þessi mynd er tekin síðasta sumar en miðað við sölu á reiðhjólum undanfarið má gera ráð fyrir að hjólafólki fjölgi núna í vor og sumar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira