Tvöfalt meiri sala á reiðhjólum en á sama tíma í fyrra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 22:08 Þessi mynd er tekin síðasta sumar en miðað við sölu á reiðhjólum undanfarið má gera ráð fyrir að hjólafólki fjölgi núna í vor og sumar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira