Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 18:14 Mál EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. fer nú fyrir Hæstarétt. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira