Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:12 Hótel Saga við Hagatorg í Vesturbænum í Reykjavík. Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira