Nýtt jökulsker skýtur upp kollinum á Breiðamerkurjökli Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Jökulsker sem er komið undan ís við Mávabyggðarrönd á Breiðamerkurjökli. Myndin var tekin þriðjudaginn 28. apríl 2020. Náttúrustofa Suðausturlands/Snævarr Guðmundsson Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld. Nokkur svonefnd jökulsker hafa birst á Breiðamerkurjökli síðustu öldina. Kárasker er talið hafa komið fram upp úr ísnum á milli 1930 og 1940 en síðar skutu Bræðrasker, Systrasker og Maríusker upp kollinum. Ástæðan er sú að Breiðamerkujökull er að minnka, rýrna og þynnast eins og aðrir íslenskir jöklar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Aron Franklín Jónsson, annar eiganda jöklaleiðsögufyrirtækisins Local Guide í Freysnesi, var á leið upp í Esjufjöll á sunnudag þegar hann varð var við klettanibbu vestanmegin við Mávabyggðarrönd sem hann hafði ekki tekið eftir áður á ferðum sínum þar. Þar sem Aron vinnur meðal annars við það að finna íshella hugsaði hann sér gott til glóðarinnar að einn slíkur gæti myndast við hliðina á klettinum. Hann kom dróna á loft og kom þá í ljós að nibban var í raun risastór klettur. Vestan við hann var svo uppistöðulón sem Aron áætlar að séu um 400 metra langt. Hugboð hans um að íshelli væri að finna þar sem vatn rennur meðfram klettinum reyndist á rökum reist. Með Aroni í för var félagi hans Hlynur Axelsson. Þeir hafa báðir farið með börnin sín upp á jökulinn undanfarin ár og ákváðu þeir að nefna jökulskerið Krakkakamb. „Þetta er mjög stórt. Þegar þú ert búinn að standa á þessu þá geturðu auðveldlega séð þetta frá þjóðveginum frá vissum sjónarhornum,“ segir Aron og nefnir til dæmis afleggjarann að Fjallsárlóni. Loftmynd af jökulskerinu og lóni vestan við það á Breiðamerkurjökli sem Aron Franklín og Hlynur tóku á sunnudag.Aron Franklín Jónsson Hefur verið illsjáanlegt í röndinni Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur fylgst með Breiðamerkurjökli um árabil, segir að merkja hafi mátt jökulskerið á loftmyndum frá árinu 2016. Það hafi þó verið illsjáanlegt vegna þess að það er utan í urðarrananum í jöklinum sem nefnist Mávabyggðarrönd og fellur inn í hana. Röndin er bergurð ofan á ísnum sem jökullinn rífur með sér úr klettum. „Það sem hefur gerst núna er þegar jökullinn rýrnar frekar hækkar kamburinn og þá fer að sjást í klöppina og þá verður þetta auðvitað miklu skýrara að þarna sé um land að ræða en ekki urðarrana í jöklinum,“ segir Snævarr. Nýja jökulskerið er kambslaga samhliða Mávabyggðarrönd vestan við hana og um þrjá til fjóra kílómetra frá jaðri jökulsins. Það er nú um 1,1 kílómetri að lengd og um 150 metrar á breidd, að sögn Snævarr sem fór og skoðaði hana á þriðjudag. Aron og Hlynur áætluðu að kamburinn væri um 60 metrar á hæð. Líklegt er að kamburinn hafi síðast litið dagsins ljós fyrir nokkrum öldum, mögulega á 17. eða 18. öld, að mati Snævars. Lónið við skerið er um hektari að flatarmáli. Snævarr segir ekki hægt að segja hversu lengi það verði til staðar. Það eigi mögulega eftir að tæma sig. Aron Franklín Jónsson (t.v.) og Hlynur Axelsson (t.h.) á Breiðamerkurjökli sunnudaginn 26. apríl 2020.Aron Franklín Jónsson Mun skipta jöklinum upp í tvær tungur Breiðamerkurjökull hopar nú um 70-80 metra að meðaltali á ári og enn meira við Jökulsárlón. Því hefur verið spáð að með tímanum muni fjallsranar skipta honum upp í aðskildar tungur. Nýja jökulskerið mun þannig að líkindum skilja að tvo jökulstrauma einn daginn. „Kannski má segja að kambur eins og þessi sem er svona neðarlega í jöklinum eigi kannski fyrr eftir að aðskilja jökulinn í tungur,“ segir Snævarr. Hversu langt er í að það gerist er erfitt að segja. Miðað við hophraðann undanfarin tíu ár eru að minnsta kosti einhverjir áratugir og jafnvel hundrað ár í það, að mati Snævars. Sjálfur spáir hann því að skerið gæti skipt jöklinum upp eftir um fimmtíu ár. „En þegar maður spáir einhverju þá stenst það aldrei þannig að það er ekki gott að segja frá því,“ segir Snævarr kíminn. Loftslagsmál Hornafjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld. Nokkur svonefnd jökulsker hafa birst á Breiðamerkurjökli síðustu öldina. Kárasker er talið hafa komið fram upp úr ísnum á milli 1930 og 1940 en síðar skutu Bræðrasker, Systrasker og Maríusker upp kollinum. Ástæðan er sú að Breiðamerkujökull er að minnka, rýrna og þynnast eins og aðrir íslenskir jöklar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Aron Franklín Jónsson, annar eiganda jöklaleiðsögufyrirtækisins Local Guide í Freysnesi, var á leið upp í Esjufjöll á sunnudag þegar hann varð var við klettanibbu vestanmegin við Mávabyggðarrönd sem hann hafði ekki tekið eftir áður á ferðum sínum þar. Þar sem Aron vinnur meðal annars við það að finna íshella hugsaði hann sér gott til glóðarinnar að einn slíkur gæti myndast við hliðina á klettinum. Hann kom dróna á loft og kom þá í ljós að nibban var í raun risastór klettur. Vestan við hann var svo uppistöðulón sem Aron áætlar að séu um 400 metra langt. Hugboð hans um að íshelli væri að finna þar sem vatn rennur meðfram klettinum reyndist á rökum reist. Með Aroni í för var félagi hans Hlynur Axelsson. Þeir hafa báðir farið með börnin sín upp á jökulinn undanfarin ár og ákváðu þeir að nefna jökulskerið Krakkakamb. „Þetta er mjög stórt. Þegar þú ert búinn að standa á þessu þá geturðu auðveldlega séð þetta frá þjóðveginum frá vissum sjónarhornum,“ segir Aron og nefnir til dæmis afleggjarann að Fjallsárlóni. Loftmynd af jökulskerinu og lóni vestan við það á Breiðamerkurjökli sem Aron Franklín og Hlynur tóku á sunnudag.Aron Franklín Jónsson Hefur verið illsjáanlegt í röndinni Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur fylgst með Breiðamerkurjökli um árabil, segir að merkja hafi mátt jökulskerið á loftmyndum frá árinu 2016. Það hafi þó verið illsjáanlegt vegna þess að það er utan í urðarrananum í jöklinum sem nefnist Mávabyggðarrönd og fellur inn í hana. Röndin er bergurð ofan á ísnum sem jökullinn rífur með sér úr klettum. „Það sem hefur gerst núna er þegar jökullinn rýrnar frekar hækkar kamburinn og þá fer að sjást í klöppina og þá verður þetta auðvitað miklu skýrara að þarna sé um land að ræða en ekki urðarrana í jöklinum,“ segir Snævarr. Nýja jökulskerið er kambslaga samhliða Mávabyggðarrönd vestan við hana og um þrjá til fjóra kílómetra frá jaðri jökulsins. Það er nú um 1,1 kílómetri að lengd og um 150 metrar á breidd, að sögn Snævarr sem fór og skoðaði hana á þriðjudag. Aron og Hlynur áætluðu að kamburinn væri um 60 metrar á hæð. Líklegt er að kamburinn hafi síðast litið dagsins ljós fyrir nokkrum öldum, mögulega á 17. eða 18. öld, að mati Snævars. Lónið við skerið er um hektari að flatarmáli. Snævarr segir ekki hægt að segja hversu lengi það verði til staðar. Það eigi mögulega eftir að tæma sig. Aron Franklín Jónsson (t.v.) og Hlynur Axelsson (t.h.) á Breiðamerkurjökli sunnudaginn 26. apríl 2020.Aron Franklín Jónsson Mun skipta jöklinum upp í tvær tungur Breiðamerkurjökull hopar nú um 70-80 metra að meðaltali á ári og enn meira við Jökulsárlón. Því hefur verið spáð að með tímanum muni fjallsranar skipta honum upp í aðskildar tungur. Nýja jökulskerið mun þannig að líkindum skilja að tvo jökulstrauma einn daginn. „Kannski má segja að kambur eins og þessi sem er svona neðarlega í jöklinum eigi kannski fyrr eftir að aðskilja jökulinn í tungur,“ segir Snævarr. Hversu langt er í að það gerist er erfitt að segja. Miðað við hophraðann undanfarin tíu ár eru að minnsta kosti einhverjir áratugir og jafnvel hundrað ár í það, að mati Snævars. Sjálfur spáir hann því að skerið gæti skipt jöklinum upp eftir um fimmtíu ár. „En þegar maður spáir einhverju þá stenst það aldrei þannig að það er ekki gott að segja frá því,“ segir Snævarr kíminn.
Loftslagsmál Hornafjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira