Sakar samninganefnd ríkisins um nýta sér réttindaleysi lögreglumanna í kjaraviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:34 Snorri Magnússon. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent