Sakar samninganefnd ríkisins um nýta sér réttindaleysi lögreglumanna í kjaraviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:34 Snorri Magnússon. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30