Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:40 Kynnisferðir halda m.a. úti hópbifreiðaakstri undir merkjum Reykjavík Excursions. Vísir/vilhelm Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira