Fjársterkir einstaklingar lífæð knattspyrnudeilda Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 23:00 Jóhann Már Helgason var gestur í Sportinu í dag og fór yfir málin með Henry Birgi og Kjartani Atla. MYND/STÖÐ 2 SPORT Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15