Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 20:02 Það styttist í að Óskar Örn Hauksson og félagar í KR geti hafið titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni. Myndin tengist fréttinni óbeint. VÍSIR/BÁRA Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira