Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Icelandair ætlar að segja upp ríflega tvö þúsund manns nú fyrir mánaðamótin, sem er langstærsta hópuppsögn í sögu Vinnumálastofnunar. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum verður líka farið ítarlega yfir aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í dag og viðbragða leitað úr ýmsum áttum.

Þá verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, vegna fyrirhugaðs verkfalls og talað við föður langveikrar stúlku sem segir hafa verið lán í óláni að stúlkan hafi veikst á meðan fjölskyldan var í verndarsóttkví, því ella hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Sýnt var frá daglegu lífi fjölskyldunnar í sóttkví, í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var á Stöð 2 og hér á Vísi í gær.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×