Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Tónlistarfólkið Magnús Þór og Ása Elínardóttir. Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira