Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 18:00 Tímabilinu er ekki lokið hjá Martin Hermannssyni, alla vega ekki ef áætlanir ganga eftir. VÍSIR/GETTY Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár. Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00