Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 06:37 Þrátt fyrir að faraldur kórónuveirunnar sé víða í uppsveiflu vestanhafs eru ýmis ríki þegar farin að aflétta takmörkunum. epa/ CRISTOBAL HERRERA Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira