Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Fjörutíu prósent kvenna sem leita á landspítalann með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis, samkvæmt nýrri rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. 10 prósent höfðu verið teknar kyrkingartaki. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður að sjálfsögðu tekin staðan á kórónuveirufaraldrinum, hér heima og erlendis. Einnig verður sagt frá verkefnum Sinfonia Nord á Akureyri fyrir Netflix, en norðlenska hljómsveitin er líklega ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.

Við förum í innlit í nýtt kaffihús sem varð til í samkomubanni og er til þess gert að brjóta upp daginn hjá fötluðu fólki í Hafnarfirði og tökum höfuðborgarbúa tali sem hafa notið veðurblíðunnar um helgina - án þess þó að brjóta samkomubann.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×