„Við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag“ Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2020 23:42 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir sjötíu ára viðmið vera skýra aldursmismunun. Vísir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Úrræðið er í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 70 ára en þeir sem eru eldri en það og fara á skert starfshlutfall eiga ekki kost á því að nýta úrræðið. „Það er náttúrulega bara eins og við vitum að sjötíu ára regla er svo víða til. Við köllum hana bara aldursmismunun,“ sagði Þórunn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Í gangi sé þingsályktunartillaga sem stefni að því að afnema sjötíu ára aldursmörk til starfa. „Við náttúrulega styðjum það, við höfum barist fyrir því lengi að afnema þetta því það eru svo markir frískir sem vilja vinna lengur. Það á ekki að merkja kennitöluna okkar þannig að við séum einhver annar hópur bara af því við eigum afmælisdag.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði í dag að hún teldi rétt að tillit yrði tekið til þessa hóps. Hún hafi því sent póst á velferðarnefnd og óskað eftir stuðningi við breytingartillögu á þessu ákvæði, þar sem um skýrt réttlætismál væri að ræða. Þórunn segist fagna því mjög, enda sé um úrelt viðmið að ræða. Meðalaldur hafi farið hækkandi undanfarna áratugi og því beri að taka mið af því. „Fólk er bara frískara. Ég er ekki að segja að allir eigi endilega að vinna, það er bara hvers og eins að meta það.“ Hún segist vera vongóð um að þessu verði breytt. Það sé það eina í stöðunni, enda væri mikilvægt að standa saman og skilja ekki fólk eftir. „Ég á von á að þegar allir leggjast á eitt, að þá verði þessu keppt í liðinn – ég hef enga trú á öðru. Það er bara samkennd í samfélaginu og við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík síðdegis Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04 Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Vill endurskoða lögin og hafa eldri en sjötíu ára með Formaður Velferðarnefndar hefur gert að tillögu sinni að lögum um hlutabætur verði breytt svo þau nái líka til fólks eldra en sjötíu ára. 1. apríl 2020 11:04
Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar. 1. apríl 2020 15:29