Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Formaður flugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugiðnaðinum. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir fyrirtækinu. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Sýnt verður frá upplýsingafundi dagsins þar sem forstjóri Vinnumálastofnunar var gestur. 53 þúsund manns þiggja nú at­vinnu­leys­is­bæt­ur frá Vinnu­mála­stofn­un. Að sögn forstjórans eru það tölur sem hafa aldrei sést áður. Sóttvarnalæknir segir að nú sé einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna lokið. Landi sé hins vegar ekki náð.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um mál sendiherra Íslands í Brussel sem skyndilega var kallaður heim, fjallað er um aukna glæpi síðustu vikur og við fáum að sjá hvernig bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum með fundum í gegnum netið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×