Brutu sjöfalt gler og náðu skartgripum fyrir hátt í tvær og hálfa milljón: „Þetta er ömurlegt í alla staði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. apríl 2020 19:00 Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira