„Meiri líkur á að ég hætti“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:24 Jón Arnór Stefánsson er ríkjandi Íslandsmeistari með KR eftir að liðið vann titilinn sjötta árið í röð í fyrra. VÍSIR/DANÍEL „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira