Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 17:41 Arna Hauksdóttir Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17