Dr. Ögmundur stýrir Fiskistofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 14:10 Dr. Ögmundur Knútsson Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára. Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Ögmundur Knútsson hefur verið skipaður Fiskistofustjóri til næstu fimm ára. Hann var talinn hæfastur þeirra nítján sem sóttu um starfið. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá því í mars eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Ögmundur tekur við stjórnartaumunum um mánaðamótin. Gustað hefur um Fiskistofu undanfarin ár, ekki síst vegna ákvörðunar þáverandi sjávarútvegsráðherra að flytja stofnunina til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Ögmundur þekkir vel til á Akureyri en hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Doktorsverkefni hans fjallaði um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna. Þá hefur Ögmundur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994, m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins vegna skipunar Ögmundar segir jafnframt að hann hafi á undanförnum mánuðum starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam. Fjögur hæfust Sem fyrr segir sóttu 19 um embættið. Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því að sögn sjávarútvegsráðuneytisins. Þessum fjórum var síðan boðaði í viðtal. Eftirfarandi klausa er sögð vera úr umsögn hæfnisnefndar: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra. Það hafi því verið mat ráðherra að Ögmundur væri hæfastur til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.
Vistaskipti Sjávarútvegur Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira