Upplýsingateymið það sem Víðir lærði frá Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 07:59 Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum. Stöð 2/Skjáskot. „Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli: Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli:
Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32