Hafa áhyggur af dularfullri blóðstorknun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 21:55 Læknir fyrir utan Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. EPA/Peter Foley Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira