Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:30 Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35