„Þór og KA eru ekki að fara að sameinast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 15:07 Úr leik með KA í Olís-deild karla í handbolta. vísir/bára Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00