Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14